HiPOD 26. júlí 2021 
Frostskriður í brattri hlíð

Frostskriður í brattri hlíð
Þessi mynd var tekin árið 2011 til að fylgjast með frostskriðum sem urðu árið áður.

HiRISE tekur oft endurteknar myndir af tilteknum svæðum til að fylgjast með breytingum. Í þessu tilviki vildum við ljósmynda hlíð snemma vors á Mars, til að öðlast betri skilning á tíðni þessara frostskriða, hvað kemur þeim af stað og hvort þær hafi leikið eitthvert hlutverk í myndun hlíðarinnar.

Þótt HiRISE hafi áður komið auga á frostskriður vekja þær alltaf furðu og sína svo ekki verður um villst að virk ferli eiga sér enn stað á rauðu reikistjörnunni.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason


númer: ESP_025010_2650
dagsetning myndatöku: 27. nóvember 2011
hæð yfir sjávarmáli: 320 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_025010_2650
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.