Á þessari mynd sést hlykkjóttur hryggur sem gæti verið upphleyptur árfarvegur. Árfarvegir geta orðið upphleyptir (hryggir) ef þeir eru gerðir úr sterkara efni en umhverfið í kring.
Háreistir farvegir geta líka myndast ef vatn streymir um farveg í ís undir jökli. Eftir að jökullinn er horfinn getur setið setið eftir og myndað hrygg sem kallast malarás.
Þýðing:
Sævar Helgi Bragason
númer:
ESP_024224_2190dagsetning myndatöku: 27. september 2011
hæð yfir sjávarmáli: 294 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_024224_2190
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska