Það athyglisverðasta við þessa mynd er vaxkökumynstrið sem sandöldurnar mynda.
Hér sést svæði sem er vaktað árstíðabundið. Það þýðir að HiRISE tekur myndir af því á mismunandi árstímum svo skoða megi þær breytingar sem eiga sér stað og hvað veldur þeim. Yfirborðið hér er þakið árstíðabundnu koldíoxíðhrími. Í þessu tilviki getum við borið saman staðsetningu sprungna í hríminu við eldri myndir.
Á þessari nærmynd sjáum við dökkan blett í hlíð sandöldu. Hann má líklega rekja til þurrgufunar, þ.e. þegar efni fer beint úr föstu formi í ís. Hrímið er hálfgegnsætt (ljós berst að einhverju leyti í gengum það) svo þurrgufun hefst neðst og smám saman byggist upp þrýstingur. Þegar gasið losnar kemur dekkra efnið undir í ljós eða sandur varpast ofan á hrímið og myndar dökka bletti á borð við þessa.
Þýðing:
Sævar Helgi Bragason
númer:
ESP_024061_2610dagsetning myndatöku: 14. september 2011
hæð yfir sjávarmáli: 321 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_024061_2610
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska