HiPOD 27. febrúar 2019 
Lagskiptur ís nærri suðurpól Mars

Lagskiptur ís nærri suðurpól Mars
Hér á Jörðinni eru tvær stærstu ísbreiður innra sólkerfisins, Suðurheimskautið og Grænland. :Þriðja stærsta ísbreiðan er á suðurpól Mars og hér sést lítill hluti hennar.

Hér eru ísbreiðurnar lagskiptar, rétt eins og á Jörðinni, og kalla vísindamenn þær setlögin á suðurpólnum. Íslögin geyma upplýsingar um loftslag Mars í fyrndinni en það hefur lengi verið eitt helsta markmið vísindamanna sem rannsaka Mars að ráð í þær. Þessi hlíð, sem er nálægt jaðri ísbreiðunnar, synir innri lögin sem geyma þessa loftslagssögu.

Þrívíðar myndir hjálpa okkur að segja til um hæð eða þykkt þessara laga sem hjálpar okkur að lesa í loftslagsupplýsingarnar sem þau geyma.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason



númer: ESP_023616_1005
dagsetning myndatöku: 10. ágúst 2011
hæð yfir sjávarmáli: 248 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_023616_1005
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.