Hér sést opna í gíg á Arabia Terra þar sem lotbundin setmyndun hefur hugsanlega orðið.
„Lotbundin setmyndun“ vísar til þess að endurteknar sveiflur hafi orðið í magni sets sem í boði var til að ný
setlög gætu myndast. Þessar sveiflur má rekja til breytinga á loftslagi svæðisins yfir langan tíma, á milljónum eða nokkur hundruð milljónum ára. Hugsanlega hefur breytilegur möndulhalli reikistjörnunnar einnig sitt að segja um lotubundna setmyndun.
Myndir í jafn mikilli upplausn og HiRISE gefur hjálpar mönnum að meta setmyndunarloturnar, prófa að tengsl þeirra við önnur setlög á svæðinu og finna merki um rakara umhverfi í fortíðinni.
Þýðing:
Sævar Helgi Bragason númer:
ESP_018714_1890dagsetning myndatöku: 24. júlí 2010
hæð yfir sjávarmáli: 275 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_018714_1890
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska