Í þessari dæld í Ceti Mensa
sjást sammiðja hringir í setlögunum. Dökkir sandskaflar og áferð berggrunnsins benda til þess að vindrof
leiki þarna stórt hlutverk.
Vindur er öflugt rofafl sem flytur fínt set sem mótar landslagið og leiðir í ljós dekkra efni undir yfirborðinu. Dæmi um stóra vindrofna opnu á Mars
er Gale gígurinn. Þar hefur rofið myndað tröppumynstur í landslaginu.
Þýðing:
Sævar Helgi Bragasonnúmer:
ESP_017741_1745dagsetning myndatöku: 09. maí 2010
hæð yfir sjávarmáli: 265 km
https://uahirise.org/hipod/is/ESP_017741_1745
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska