HiPOD 23. nóvember 2021 
Smáatriði í lagskiptu bergi

Smáatriði í lagskiptu bergi

Smáatriði í lagskiptu bergi
Á þessari fallegu mynd sjást glæsileg setlög og bergopnur meðfram klettavegg í vesturhluta Candor Chasma, sem er hluti af hinu víðfeðma Valles Mariners gljúfrakerfi.

Á ljósmynd Context Camera af þessu svæði sést að setlögin liggja ekki alveg lárétt og að á sumum stöðum gæti verið skálögun, jafnvel linsur sem stingast út, eða einhver önnur áferð/myndun sem gætu veitt okkur vísbendingar um umhverfið sem setlögin urðu til í.

Þegar svæðið er skoðað í meiri smáatriðum og upplausn getum við borið það saman við myndir frá Context Camera og Mars Orbiter Camera til að skilja betur það sem við erum að horfa á og hvernig við getum túlkað forsögu svæðisins.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason

númer: ESP_017174_1730
dagsetning myndatöku: 26. mars 2010
hæð yfir sjávarmáli: 262 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_017174_1730
NASA/JPL-Caltech/UArizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

twitter  •  tumblr

NASA/JPL-Caltech/UArizona
Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.