HiPOD 22. nóvember 2021 
Slitið landslag og afmyndun á yfirborði

Slitið landslag og afmyndun á yfirborði
Hér sést gott dæmi um það sem kallast „slitið landslag“ (e. fretted terrain) vegna veðraðs útlits yfirborðsins.

Hvað veldur landslagi af þessu tagi? Ein skýringin er þurrugufun íss undir yfirborðinu en það þýðir að hann breytist beint úr föstu formi í gas. Þegar það gerist hverfur ísinn og getur yfirborðið þá hrunið og sett allt í einn hrærigraut. Bugðóttu hryggirnir og rákirnar gætu verið af völdum hægfara hreyfingar ísríks efnis, hugsanlega einhvers sem svipar til bergjökla á Jörðinni.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason

númer: ESP_017154_1390
dagsetning myndatöku: 25. mars 2010
hæð yfir sjávarmáli: 251 km

https://uahirise.org/hipod/is/ESP_017154_1390
NASA/JPL-Caltech/University of Arizona
#Mars #NASA #Icelandic #íslenska

Svarthvítar myndir eru innan við 5 km á breidd, falslitamyndir innan við 1 km.