HiRISE Icelandic
HIGH RESOLUTION IMAGING SCIENCE EXPERIMENT
Heim    Myndasafn    HiFlyers    @HiRISEIcelandic   BeautifulMars Ísland  

MSL Chute

Fallhlíf MSL blaktir í vindinum
Credit: NASA/JPL/University of Arizona

Animated GIF Þessar sjö myndir HiRISE voru teknar milli 12. ágúst 2012 og 13. janúar 2013 en á þeim sjást augljósar breytingar sem orðið hafa á fallhlífinni (neðarlega, föst við bakskelina fyrir ofan). Á fyrstu fjóru myndunum eru aðeins örlitlar breytingar sjáanlegar en hugsanlega má rekja þær til munar á sjónarhorni og lýsingu.

Einhvern tímann á bilinu 8. september 2012 og 30. nóvember 2012 urðu talsverðar breytingar þar sem suðausturhluti fallhlífarinnar (neðri til hægri) færðist innar svo fallhlífin þekur minni flöt. Á sama tímabili lýstist dökka efnið í kringum bakskelina upp, hugsanlega eftir að ryk í loftinu settist.

Önnur breyting var milli 16. desember 2012 og 13. janúar 2013 þegar fallhlífin færðist lítið eitt í suðaustur. Við þessa færslu gæti ryk hafa þyrlast upp af fallhlífinni. Þessi hreyfing gæti haldið fallhlífum á yfirborðinu björtum og myndi skýra hvers vegna við sjáum enn fallhlíf Viking 1 (sem lenti árið 1976) á yfirborðinu.

Þessi fallhlíf er sú stærsta sinnar tegundar sem gerð hefur verið, um 16 metrar í þvermál (hér getur þú séð stærðina, þökk sé JPL). Bilið á milli hvíta og appelsínugula hlutans kom í veg fyrir að fallhlífin rifnaði við fallið í gegnum lofthjúpinn.

Hér sést þrívíð mynd af fallhlífinni á yfirborðinu. Festingarnar voru gerðar úr Technora, efni sem svipar til Kevlar, og eru rjómagular á litinn en það skýrir hvers vegna við sjáum þær ekki á myndinni, öfugt við myndina þegar Phoenix geimfarið kom inn til lendingar en fallhlífafestingar þess voru hvítar.

Alfred McEwen
Þýðing: Sævar Helgi Bragason

 






Heim
Myndasafn
HiFlyers
HiRISE Enska

Samband
beautifulmars at uahirise dot org

Lunar & Planetary Laboratory
College of Science
University of Arizona
MRO
NASA/JPL


Fylgstu með okkur á Twitter  
High Resolution Imaging Science Experiment
HiRISE Operations Center
1541 E. University Blvd
Tucson, Arizona 85721
United States

© 2025 Arizona Board of Regents