Austurhluti Cerberus Fossae
NASA/JPL-Caltech/UArizona
Austurhluti Cerberus Fossae
ESP_039187_1915
Enska   

twitter 

WALLPAPER
800
1024
1152
1280
1440
1600
1920
2048
2560
2880

HIFLYER
PDF, 23 x 48 cm

HISLIDES
PowerPoint
Keynote
PDF

Hér sést hluti Cerberus Fossa, sprungukerfi á Elysium Planitia, rétt norðan miðbaugs á Mars. Sprungukerfið er skammt frá Athabasca Valles, sem er litlu austar, og tengist raunar myndun þess. Sprungurnar hafa myndast við jarðsig eða hrun sem talið er tengjast eldvirkni og tektónískum ferlum.

Á þessari samsettu mynd sést að sprungan er ekki samfelld, heldur brotnar hún upp og er hlykkjótt. Hlykkjurnar gætu verið komnar til af völdum misgengis sem þarna var fyrir.

Nærmyndin er innrauð litmynd frá HiRISE en hún gefur okkur miklar upplýsingar um Cerberus Fossae og sýnir ótrúleg smáatriði. Sjá má hnullunga á víð og dreif í skyggðum svæðum í sprungunni og er það til vitnis um mikla greinigetu HiRISE myndavélarinnar. Ennfremur sjást töluverð smáatriði í sandöldum og hnullungum sem fallið hafa úr sprunguveggjunum við rof.

Hægt er að áætla dýpi ýmissa hluta Cerberus Fossae með því að mæla lengd skugga í sprungunni, innfallshorn sólarljóssins á þeim tíma þegar myndin var tekin og beita síðan örlítilli hornafræði. Þessi einfalda aðferð sýnir að dýpið er í kringum 260 metrar. Þetta bendir til þess að sprungan sé jafn djúp og hún er víð.

Annað merkilegt við myndina eru hinar miklu andstæður: Ljósleitt rykugt yfiborðið sem umlykur sprunguna miðað við dökkbláu basaltsandana og skuggana í sprungunni. Smáatriðin sem HiRISE sér eru ótrúleg og eins og hér sést gefur innrauða myndin ítarlegri upplýsingar. Sem dæmi, hvers vegna er botn Cerberus Fossae dökkblár og hvers vegna er svona mikill munur á honum og appelsínugula-gráleita yfirborði Mars? Ekki er það vatn, svo mikið er víst! Eldfjallasandurinn inniheldur óoxað járn og sýnist því dökkblár á meðan afgangurinn af yfirborði Mars er þakinn oxuðu járnríku ryki sem er appelsínugult-gráleitt.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason
 
Dagsetning myndatöku:
05 desember 2014

Staðartími á Mars:
3:18 PM

Breiddargráða (miðjuð):
11°

Lengdargráða (austur):
155°

Fjarlægð til yfirborðs:
278 km

Kvarði upprunalegu myndarinnar:
56 cm/díl (með 2 x 2 dílaknipping) svo ~167 cm breiðir hlutir sjást

Kvarði kortavörpunar:
50 cm/díl

Kortavörpun:
Equirectangular (og norður snýr upp)

Útgeislunarhorn:


Fasahorn:
60°

Inngeislunarhorn sólar:
59°, þar sem sólin var um 31° yfir sjóndeildarhring

Sóllengd:
247°

JPEG
Gráskali
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB litur:
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB blandað:
Kortavörpun

RGB blandað:
Kortavörpun

RGB litur:
Án Kortavörpunar

JP2 (NIÐURHAL)
Gráskali:
Kortavörpun (132 MB)

IRB litur:
Kortavörpun (66 MB)

JP2 EXTRA
Gráskali:
Kortavörpun  (54 MB),
Án kortavörpunar  (74 MB)

IRB litur:
Kortavörpun  (18 MB)
Án kortavörpunar  (72 MB)

IRB blandað:
Kortavörpun  (131 MB)

RGB blandað:
Kortavörpun  (122 MB)

RGB litur:
Án kortavörpunar  (69 MB)
Aukaupplýsingar um mynd
Lýsigögn gráskala
Lýsigögn litmynda
Lýsigögn blandaðs IRB
Lýsigögn blandaðs RGB
EDR myndir

Myndir
Hægt er að draga alla myndahlekki yfir í HiView eða smella á þá til að sækja

Notkun á myndum
Allar ljósmyndir frá HiRISE sem aðgengilegar eru á þessari síðu, eru í almannaeigu og njóta því ekki höfundarverndar: Engin takmörk eru sett á notkun þeirra, hvorki meðal almennings, fjölmiðla eða vísindastofnana. Við óskum aðeins eftir að myndhöfunda sé getið, ef mögulegt er:
Mynd: NASA/JPL-Caltech/UArizona

Eftirskrift
Jet Propulsion Laboratory NASA, deild innan California Institute of Technology í Pasadena í Kaliforníu, hefur umsjón með stýringu Mars Reconnaissance Orbiter fyrir hönd NASA Science Mission Directorate í Washington. HiRISE myndavélin var smíðuð hjá Ball Aerospace and Technology Corporation en er starfrækt af University of Arizona.