Ljósir skaflar í Syria Planum
NASA/JPL-Caltech/UArizona
Ljósir skaflar í Syria Planum
ESP_032735_1680
Enska   

twitter 

WALLPAPER
800
1024
1152
1280
1440
1600
1920
2048
2560
2880

HIFLYER
PDF, 23 x 48 cm

HISLIDES
PowerPoint
Keynote
PDF

Á þessari mynd sést áhugavert ljóst set á Syria Planum, hálendu svæði við hæsta punkt Þarsis bungunnar.

Saga breytinga á yfirborði Syria Planum hefur verið skrásett með sjónaukum og brautarförum frá tímum Viking geimfaranna. Yfirborðsbreytingarnar eru komnar til af stöðugri setmyndun og rofi, þegar ljósleitt rykið fýkur með vindum sem blása frá norðri til suðurs meðfram dökku og grýttu yfirborðinu.

Sumstaðar hafa þykk ryklög safnast saman en þau má greina á innrauðum mælingum THEMIS á næturnar. Í gögnunum eru ryklögin kaldari (dekkri) en bergið á yfirborðinu, bæði á daginn og næturnar. HiRISE var beint að einum kuldablettinum til að kanna víxlverkun ryksins og landslagsins.

Þegar myndin er skoðuð sést að rykið hefur safnast saman í röð sprunginna hryggja, með um það bil 50 metra millibili og eru tugir til hundruð metrar að lengd. Ryk sest meðfram brún árekstragígsins en efnissletturnar frá gígnum eru óvenju ryksnauðar.

Í fullri upplausn eru hryggirnir augljóslega ólíkir sandöldum og ljósleitum sköflum sem eru algengir annars staðar á Mars. Brattari hlíðar þeirra eru gegnt sandöldnum, vindmegin, en kambar hryggjanna eru þannig útlits að vindur er augljóslega að sverfa þá. Í setinu sést fínt lag sem gæti bent til setmyndunar ryks og sands til skiptis.

Setmyndanir eins og þessar segja okkur að þótt að á Mars sé í dag tiltölulega mildur, hafi sterkari vindar verið ríkjandi tiltölulega nýlega, hugsanleg þegar möndulhallinn var mikill.

Þýðing: Sævar Helgi Bragason
 
Dagsetning myndatöku:
21 júlí 2013

Staðartími á Mars:
2:18 PM

Breiddargráða (miðjuð):
-12°

Lengdargráða (austur):
253°

Fjarlægð til yfirborðs:
252 km

Kvarði upprunalegu myndarinnar:
frá 25 cm/díl (með 1 x 1 dílaknipping) til 50.5 cm/díl (með 2 x 2 dílaknipping)

Kvarði kortavörpunar:
25 cm/díl

Kortavörpun:
Equirectangular (og norður snýr upp)

Útgeislunarhorn:


Fasahorn:
36°

Inngeislunarhorn sólar:
36°, þar sem sólin var um 54° yfir sjóndeildarhring

Sóllengd:
355°

JPEG
Gráskali
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB litur:
Kortavörpun  Án Kortavörpunar

IRB blandað:
Kortavörpun

RGB blandað:
Kortavörpun

RGB litur:
Án Kortavörpunar

JP2 (NIÐURHAL)
Gráskali:
Kortavörpun (612 MB)

IRB litur:
Kortavörpun (392 MB)

JP2 EXTRA
Gráskali:
Kortavörpun  (318 MB),
Án kortavörpunar  (299 MB)

IRB litur:
Kortavörpun  (130 MB)
Án kortavörpunar  (375 MB)

IRB blandað:
Kortavörpun  (184 MB)

RGB blandað:
Kortavörpun  (178 MB)

RGB litur:
Án kortavörpunar  (365 MB)
Aukaupplýsingar um mynd
Lýsigögn gráskala
Lýsigögn litmynda
Lýsigögn blandaðs IRB
Lýsigögn blandaðs RGB
EDR myndir

Myndir
Hægt er að draga alla myndahlekki yfir í HiView eða smella á þá til að sækja

Notkun á myndum
Allar ljósmyndir frá HiRISE sem aðgengilegar eru á þessari síðu, eru í almannaeigu og njóta því ekki höfundarverndar: Engin takmörk eru sett á notkun þeirra, hvorki meðal almennings, fjölmiðla eða vísindastofnana. Við óskum aðeins eftir að myndhöfunda sé getið, ef mögulegt er:
Mynd: NASA/JPL-Caltech/UArizona

Eftirskrift
Jet Propulsion Laboratory NASA, deild innan California Institute of Technology í Pasadena í Kaliforníu, hefur umsjón með stýringu Mars Reconnaissance Orbiter fyrir hönd NASA Science Mission Directorate í Washington. HiRISE myndavélin var smíðuð hjá Ball Aerospace and Technology Corporation en er starfrækt af University of Arizona.